Plastþema - strandhreinsun hjá 7. og 8. bekk

Fimmtudaginn 18. nóvember fór 7. - 8. bekkur í Þelamerkurskóla með umsjónarkennurunum Höllu og Ólöfu í strandhreinsun. Jón Þór skólabílstjóri keyrði hópinn sem tók að sér að fara á Hjalteyri og tína rusl í fjörunni. Þetta er hluti af skólaverkefni sem 7. og 8. bekkur hefur verið að vinna að í nokkrar vikur og markmiðið er læra um plastnotkun, hvernig plast er ekki gott fyrir jörðina og hvernig við getum minnkað að nota plast. Í ferðinni skoðuðum við líka líf í sjónum og fjörunni og alls konar steina. Það var gaman að sjá hve lítið plast við fundum í fjörunni, það var miklu minna en við bjuggumst við. Við tókum með okkur kakó og kringlur í nesti og flestir klifruðu upp í vitann. Þegar við komum í skólann flokkuðum við ruslið og sumir bjuggu til listaverk.

MYNDIR