Síðasti skóladagur ársins

Síðasti skóladagurinn eða vorhátíð skólans verður þriðjudaginn 30. júní. Dagskrá þessa dags er með hefðbundnu sniði. Dagskráin byrjar niðri í íþróttahúsi kl. 9:00 og þar verða leikir sem Inga og Ragna íþróttakennarar skipuleggja. Kl. 9:40 verða verðlaunin fyrir Þelamerkurleikana afhent. Klukkan 10:00 geta þeir farið í sund sem vilja. Frá klukkan 11:00 verður hægt að fá grillaðar pylsur uppi við skóla. Heimferð þennan dag er kl. 12:30. 

Vonumst til að sjá sem flesta.