Sjóferð með Húna - Frétt frá 5. - 6. bekk

Við fórum um borð í Húna og Steini Pé bauð okkur velkomin. Hann fór yfir öryggisreglurnar um borð, sýndi okkur björgunarvestin og benti okkur á björgunarbátinn. Hreiðar, sem er í Háskólanum, sagði okkur ýmislegt um sjávarlífið. Hann sagði okkur líka af heimsmeisturunum fjórum, kúskel, kríu, hákarli og steypireyð.

Á meðan sigldi Húni með okkur lengra en út fyrir Gilsbakka og við stoppuðum á móti Hvammi.  Þar fórum við að reyna að veiða og Áróra veiddi einn þorsk en við hin ekki neitt. 

Magnús, hann er líka úr Háskólanum, sýndi okkur innyfli í fiskum, bæði í þorski og ýsu. Okkur þótti það flestum gaman og þegar við vorum búin að skoða þau, þá hentum við innyflunum út i sjóinn handa fuglunum. Svo héldum við áfram að veiða og þá veiddi Jósef einn þorsk en við hin ekkert. Við sáum hvali blása þeir og komu uppúr sjónum. Addi krækti í risafisk og við vorum öll að hjálpast að að reyna að ná fiskinum inn, alveg þangað til sjómennirnir föttuðu að við vorum föst í botninum. Þá slitu þeir línuna. Svo grilluðu þeir fiskinn handa okkur og við höfum ekki smakkað nýrri og betri fisk. Við skoðuðum stýrishúsið og svo fórum við aftur heim í skóla, borðuðum grjónagraut og fórum í helgarfrí. 

Þetta var frábær og skemmtileg ferð. Hér eru myndir sem teknar voru í ferðinni.