Starfsmenn Hlíðarfjalls hringdu áðan í skólann til að tilkynna okkur að rafmagnslaust er í fjallinu. Reiknað er með því að rafmagnið komi ekki á fyrr en seinni partinn í dag. Þess vegna verður enginn skíðaskóli 1.-4. bekkjar í dag. Við skoðum hvort við getum bætt okkur þetta upp á einhvern hátt seinna. Skilaboðum vegna þess verður komið til foreldra í tölvupósti.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |