Skíðaskóli 1. - 4. bekkjar

Í marsmánuði var áætlað að fara með 1. - 4. bekk skólans í fjögur skipti í skíðaskólann í Hlíðarfjalli. Að þessu sinni náðist að fara bara einu sinni með hópinn upp í fjall. Fyrri vikuna var það vegna veðurs en seinni vikuna vegna samkomubanns vegna Covid 19 veirunnar. Einnig þurftum við að fresta útivistardeginum sem vera átti miðvikudaginn 18. mars.

Markmið skíðaskólans er að gera yngri nemendur skólans sjálfbjarga á skíðum þannig að þau geti á útivistardegi skólans rennt sér óhikað og örugg niður skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli og verið nokkuð sjálfbjarga í lyftunum. Skíðaskólinn er frábært framtak enda fékk skólinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2017 fyrir það verkefni. Birgitta á Möðruvöllum mætti með myndavélina sína þennan eina dag sem farið var í fjallið og var hún svo almennileg að gefa okkur allar myndirnar sem hún tók. Við þökkum henni kærlega fyrir það. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem Birgitta tók.