Nemendum 1. - 4. bekkjar býðst á morgun að fara í skíðakennslu í Hlíðarfjalli. Skólinn leigir skíðabúnað fyrir þá sem ekki eiga hann og einnig greiðir hann fyrir skíðakennara Skíðaskóla Hlíðarfjalls. Skíðakennurunum til liðsinnis verður Jón Ingi, nemandi í 10. bekk en hann æfir skíði.
Nemendum þessara námshópa hefur verið skipt í þrjá hópa eftir getustigi þeirra á skíðum og einnig mun einn brettakennari leiðbeina nemendum okkar sem eiga bretti.
Nemendur borða kl. 11:00 á morgun.
Rútan leggur af stað frá skólanum kl. 11:30
Skíðakennslan hefst í síðasta lagi kl. 12:15 og stendur til kl. 13:45. Þá fá nemendur hressingu og rútan heldur svo af stað aftur í skólann kl. 14:00.
Nokkrir foreldrar hafa verið svo vinsamlegir að bjóða fram aðstoð sína við að klæða börnin í búnaðinn fyrir kennslu og úr honum að kennslunni lokinni. Það auðveldar okkur að koma öllum tímanlega í kennsluna og þannig nýtist tíminn í fjallinu nemendum vel.
Allt bendir til þess að veðrið verði gott í kennslunni á morgun. Hinir tveir skíðakennsludagarinir verða mánudaginn 23. mars og þriðjudaginn 24. mars. Þá eiga allir að vera orðnir vel skíðandi á útivistardeginum, miðvikudaginn 25. mars.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |