Skólaferðalag elstu nemenda

Á leið í river rafting
Á leið í river rafting

Nemendur 9. og 10. bekkjar fóru í skólaferðalag í Skagafjörð og til Reykjavíkur í yfirstandandi viku. Dagskráin er fjölbreytt. Nemendur prófa river rafting og Þrautagarð að Bakkaflöt í Skagafirði og Go Kart, Skemmtigarðinn, Bláa Lónið, bíóferð og Adrenalíngarðurinn eru meðal þess sem þau skemmta sér við á höfðuborgarsvæðinu. 

Hægt er að fylgjast með þeim á Facebook síðu skólans. Daglega koma þangað færslur sem segja frá viðburðum dagsins.