Nú fer að líða að því að framkvæmdum við skólann fari að ljúka. Eitt því sem á eftir að gera er að setja upp nýja rafmagnstöflu fyrir skólann. Á meðan á þeirri vinnu stendur þarf að taka rafmagnið af skólanum og öðrum byggingum hér á Laugalandi. Sú vinna fer fram miðvikudaginn 1. október n.k. og því er óhjákvæmilegt að fella niður skólastarf þann dag. Kennarar og starfsfólk skólans munu nýta þennan dag til skólaheimsókna á Akureyri og víðar við Eyjafjörð.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |