Skólahald fellur niður á morgun, miðvikudag 11. des.

Veðurstofa hefur nú gefið út rauða viðvörun fyrir allt Norðurland og ljóst að veðurguðirnir ætla að taka sér góðan tíma í að blása úr sér. Allt skólahald fellur því einnig niður á morgun, miðvikudag 11. des.

Við vonum að ekkert tjón verði af völdum veðurofsans og hvetjum alla til að búa til notalegar gæðastundir með börnunum. Þetta veður kallar að sjálfsögðu á til dæmis bóklestur og spil !