Skólahald fellur niður á morgun, þriðjudag 10. des.

Skólahaldi í Þelamerkurskóla verður aflýst á morgun, þriðjudag 10. desember vegna mjög slæmrar veðurspár. Appelsínugul viðvörun tekur gildi kl 8 í fyrramálið og samkvæmt veðurstofunni er ekkert ferðaveður meðan á viðvöruninni stendur.  Upplýsingar varðandi skólahald á miðvikudag berast annað kvöld.