Skólahald fellur niður í dag, fimmtudag 12. des.

Því miður fellur skólahald niður í dag, fimmtudag 12. des. Enn er ófært á flestum vegum sveitarinnar og því næðum við aðeins litlum hluta nemenda í skólann. Það mun taka allan daginn að klára að moka vegina auk þess sem farið er að snjóa aftur.

Vonandi ná krakkarnir að njóta þess að lesa eitthvað skemmtilegt eða glugga í skólabækurnar og vinna verkefni sem kunna að bíða eftir þeim á Google Classroom.

Við erum þó hér í skólanum og tökum fagnandi á móti öllum sem hingað koma.