Skólahlaup í Hálsaskógi

Okkar árlega skólahlaup fór fram í blíðskapar veðri fimmtudaginn 28. september. Hlaupið gekk vonum framar en aðstæður í Hálsaskógi voru algjörlega frábærar til hlaups og útivistar. Alls hlupu 84 nemendur þennan daginn og hlupu samtals 502,5 km sem er stórkostlegur árangur hjá krökkunum okkar! Eftir hlaup var svo matur og í boði að fara í sund, spila eða fara út að leika. Frábær dagur í alla staði. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.