Skólahreysti 2025

Stuðningslið skólans 2024
Stuðningslið skólans 2024

Lið Þelamerkurskóla keppir í Skólahreysti miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.00 í Íþróttahöllinni, Akureyri. 

Í ár keppa Jósef og Lára í hraðabrautinni, Hector í upphýfingum og dýfum og Tanja í armbeygjum og hreystigreip. Við hvetjum ykkur sem flest til að mæta og hvetja þau áfram, stuðningur úr sal er gríðarlega mikilvægur keppendum. 

Húsið opnar kl. 19 og einkennislitur okkur er lime-grænn.