Skólahreysti í kvöld!

Lið Þelamerkurskóla í Skólahreysti þetta árið er skipað þeim Hákoni Val Sigurðssyni, Lilju Lind Torfadóttur, Lindu Björg Kristjánsdóttir og Jónatani Smára Guðmundssyni. Varamenn og liðinu til halds og traust eru þau Hlynur Atli Haraldsson og Margrét Ásta Hreinsdóttir. Keppnin fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, 4.maí, kl 20:00-21:00. Hún verður sýnd í beinni útsetningu á RÚV og því hvetjum við alla til að setjast fyrir framan sjónvarpið í kvöld og senda góða baráttustrauma til krakkanna. Þau eru búin að æfa vel og eru klár í þetta skemmtilega og krefjandi verkefni og ætla að gefa allt sitt í þetta.