Eins og flestum er kunnugt standa nú yfir breytingar á húsnæði Þelamerkurskóla. Vegna nokkurra samverkandi þátta er ljóst að ekki tekst að ljúka framkvæmdum fyrir áformaða skólasetningu þann 21. ágúst n.k. Þess vegna leggur skólastjóri til að skólinn verði settur fimmtudaginn 28. ágúst.
Frestunin felur í sér breytingar á skóladagatali sem verða kynntar eftir fund fræðslunefndar á næsta þriðjudag.
Allar líkur eru til þess að tillaga skólastjóra um frestun skólasetningar verði samþykkt þess vegna eru foreldrar beðnir um að reikna með því að skólasetning verði fimmtudaginn 28. ágúst n.k.
Formleg tilkynning um afgreiðslu fræðslunefndar verður send foreldrum í tölvupósti þriðjudagskvöldið 12. ágúst. Tilkynningin verður líka birt á heimasíðu skólans.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |