Skólaslit skólaársins 2012 -2013 voru haldin í Hlíðarbæ mánudaginn 3. júní. Að þessu sinni voru 8 nemendur útskrifaðir frá skólanum. Veitt voru verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn út úr 10. bekk og hæstu einkunn í dönsku í 10. bekk. Þessi verðlaun hlaut Eva Margrét Árnadóttir frá Stóra Dunhaga. Einnig voru veitt verðlaun fyrir góðar framfarir í 10. bekk. Þau verðlaun hlaut Sindri Vagn Sigurgeirsson frá Klöppum. Veitt voru verðlaun í verkgreinum og þau verðlaun fékk Elvar Ingvarsson Birkihlíð 8. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér má sjá myndir sem teknar voru á skólaslitunum.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |