Skólastarf janúarmánaðar einkenndist af alls kyns skapandi þemaverkefnum, vinnu við áhugasviðsverkefni, útiskóla, bóklegum tímum, myndbandaverkefni í ýmsum námsgreinum, læsisverkefnum í sundi og spennandi sköpun í valgreinum. Auk þess fengu 7.-10. bekkur Þorgrím Þráinsson í heimsókn með stórgott erindi um leiðir til að auka sjálfstraust sitt og stuðla að góðu lífi, Ragna íþrótta- og heimilisfræðikennari setti upp frábæra dagskrá í tannverndarvikunni, sem endaði á fyrirlestri um tannheilsu frá Mörthu Hermannsdóttur tannlækni sem og flúorskoli og tannburstagjöf fyrir alla nemendur.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |