Myndir frá skólastarfi í janúar

Skólastarf janúarmánaðar einkenndist af alls kyns skapandi þemaverkefnum, vinnu við áhugasviðsverkefni, útiskóla, bóklegum tímum, myndbandaverkefni í ýmsum námsgreinum, læsisverkefnum í sundi og spennandi sköpun í valgreinum. Auk þess fengu 7.-10. bekkur Þorgrím Þráinsson í heimsókn með stórgott erindi um leiðir til að auka sjálfstraust sitt og stuðla að góðu lífi, Ragna íþrótta- og heimilisfræðikennari setti upp frábæra dagskrá í tannverndarvikunni, sem endaði á fyrirlestri um tannheilsu frá Mörthu Hermannsdóttur tannlækni sem og flúorskoli og tannburstagjöf fyrir alla nemendur. 

Hér eru nokkrar myndir frá skólastarfi í janúar.