Stafróf á hlaupum

5. og 6. bekkingar drifu sig út í góða veðrið í dag og unnu náttúrutengt íslenskuverkefni. Nemendum var skipt í hópa og var svo úthlutað nokkrum bókstöfum. Hver hópur átti að finna eitthvert náttúrufyrirbrigði sem byrjar á sama staf og hópnum var úthlutað. Því næst myndaði hópurinn bókstafina úr náttúru-fyrirbrigðunum. Hér má sjá myndir af kátum krökkum með verkefnin sín  https://photos.app.goo.gl/2sYCqYd2p5jpGcid7