Starfsþróunarstyrkir

Styrkþegar úr skólahluta Erasmus+
Styrkþegar úr skólahluta Erasmus+

Skólinn hefur fengið vilyrði fyrir fjórum starfsþróunarstyrkjum. Þelamerkurskóli stendur einn að einum styrkjanna en er í samstarfi við aðra skóla í hinum þremur:

Úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla:
Menntabúðir #Eymennt
í samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar, Dalvíkurskóla, Brekkuskóla, Oddeyrarskóla og Hrafnagilsskóla, kr. 216.000 kr. Eins og undanfarin tvö skólaár er fyrirhugað að halda sex menntabúðir um tölvur og tækni í skólastarfi á næsta skólaári og mun styrkurinn nýstast til að greiða húsaleigu og þóknun leiðbeinenda. 

#Eylist vinnustofur og námskeið fyrir list- og verkgreinakennara, Um er að ræða verkefni í samstarfi við Hrafnagilsskóla og Oddeyrarskóla. Styrkurinn er að upphæð 500 000 kr. 

Fjölbreytt námsmat til vaxtar
Námskeið og vinnustofur um fjölbreytt námsmat sem tekur við af m.a. kenningum Carol Dweck um að öllum getir farið fram og hvernig vöxt/framfarir eða stöðnun. (Fixed mindset eða growth mindset). Sótt var um styrkinn í samstarfi við Oddeyrarskóla og er hann að upphæð 270 000 kr. Fyrsta námskeiðið og vinnustofan í þessu verkefni verða í skólabyrjun.

Erasmus+:
Þelamerkurskóli sótti í fyrsta sinn um Erasmus+ styrk Evrópusambandsins fyrir verkefni sem við köllum Skipulag náms og stöðluð matstæki. Umsóknin var samþykkt. Um er að ræða verkefni sem hefur það að markmiði að bæta kunáttu og færni starfsmanna til að nýta stöðluð alþjóðleg matstæki til að meta stöðu, líðan og hegðun nemenda og að skipuleggja nám út frá niðurstöðum matsins. Þetta á sérstaklega við um nemendur með sérþarfir.