Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur 5.-10. bekkjar með fyrirlesturinn Sterk liðsheild, hvað getum við lært af landsliðinu? Í fyrirlestrinum sýndi hann myndir og myndbönd sem hann tók sjálfur þegar hann var með landsliðinu í Frakklandi síðast liðið sumar. Í lýsingu á fyrirlestrinum segir hann að hann vilji nota tækifærið til að nota meðbyr landsliðsins til að hvetja krakka til að leggja sig fram um að vera fyrirliðar í bekk og leiðtogar í eigin lífi ásamt því að leggja sig meira fram í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.
Þorgrími og fyrirlestri hans var vel tekið eins og sést á Facebook færslu frá 5.-6. bekk:
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |