Stjórn foreldrafélagsins fundar

Á fundi stjórnar foreldrafélagsins í kvöld samþykkti hún þakka nemendum og kennurum fyrir framlag þeirra til skíðaskólans með því að bæta við verðlaunaféð 30 000 krónum sem verður nýtt til að bæta aðstæður skólans til að vinna að útiskólanum og uppbyggingu á félagsaðstöðu elstu nemenda. 

Á fundinum var skóladagatal næsta skólaárs einnig kynnt, rætt um lokahóf 10. bekkjar og foreldra þeirra og farið yfir möguleikana á fyrirkomulagi foreldrafunda á næsta ári. 

Nemendur og starfsfólk þakkar foreldrafélaginu fyrir samstarfið í vetur og peningagjöfina sem kemur sér vel til að efla útiskólann og félagsaðstöðu elstu nemenda.