Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 7. maí. Hjördís Emma Arnarsdóttir og Ingveldur Myrra Ólafsdóttir kepptu fyrir hönd okkar í Þelamerkurskóla og stóðu sig ljómandi vel, svo vel að Hjördís hreppti 3ja sætið. Í ár kepptu nemendur frá fimm skólum: Dalvíkurskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskóla Fjallabyggðar, Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla og voru tveir keppendur úr hverjum skóla. Sigurvegari keppninnar í ár var Ari Logi Bjarnason úr Grenvíkurskóla.
Keppnin var vel sótt af nemendum, kennurum og aðstandendum, flottur hópur nemenda 7. bekkjar fylgdi keppendunum okkar og hvatti keppendur til dáða. Nemendur lásu í þremur umferðum, kafla úr bókinni Mömmuskipti og tvö ljóð. Dómnefnd skipuðu þau Jóhanna Gísladóttir prestur, Benedikt Bragason fyrrverandi íslenskukennari við VMA og Margrét Aradóttir bókasafnsfræðingur á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar. Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.