Stóra upplestrarhátíðin var í skólanum í gær. En undirbúningur fyrir hana hefst að öllu jöfnu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni og úr bekknum eru valdir tveir fulltrúar skólans til að lesa fyrir hans hönd á lokahátíð keppninnar. Í ár fer hún fram í Valsárskóla, mánudaginn 27. febrúar og þá lesa upp auk okkar fulltrúa nemendur úr Valsárskóla, Grenivíkurskóla og Hrafnagilsskóla.
Í gær lásu nemendur okkar upp texta úr bókinni Gallsteinar afa Gissa eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og ljóð að eigin vali. Dómnefnd var nokkur vandi á höndum því allir okkar nemendur lásu afar vel upp og höfðu tekið miklum framförum á æfingatímanum. Dómnefnd skipuðu Halla Björk Þorláksdóttir fyrir hönd Foreldarfélags Þelamerkurskóla, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri Hörgársveitar og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.
Á meðan dómnefndin bar saman bækur sínar spilaði Lilja Lind Torfadóttir á fiðlu lagið Allegro eftir Suzuki og síðan söng Eyrún Lilja Aradóttir lagið Fröken Reykjavík.
Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni í Valsárskóla á mánudaginn verða Bjarney Vignisdóttir og Sóley Sandra Torfadóttir.
Myndir sem voru teknar á Upplestrarhátíð skólans er hægt að skoða með því að smella hérna.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |