Stóra upplestrarhátíðin í Þelamerkurskóla

Stóra upplestrarhátíðin var í skólanum í gær. En undirbúningur fyrir hana hefst að öllu jöfnu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni og úr bekknum eru valdir tveir fulltrúar skólans til að lesa fyrir hans hönd á lokahátíð keppninnar. Í gær lásu nemendur okkar upp texta úr bókinni Siggi sítróna, eftir Gunnar Helgason rithöfund og ljóð að eigin vali.  Dómnefnd skipuðu Anna Rósa Friðriksdóttir kennari, Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi og Arnar Arngrímsson rithöfundur.

Á meðan dómnefndin bar saman bækur sínar spiluðu  Jósef í 4. bekk og Alex í 5. bekk fyrir áhorfendur.  Einnig sungu áhorfendur tvö lög undir stjórn Sigríðar Huldu tónmenntakennara.

Fulltrúi dómnefndar talaði um að valið hefði verið sérstaklega erfitt því allir nemendur hefðu staðið sig vel en fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni  verða Elín Bára Wilkinson Jónsdóttir frá Ytri-Bakka og Jónatan Smári Guðmundsson frá Auðbrekku. Við óskum þeim til hamingju.

Hér eru myndir sem teknar voru á hátíðinni.