Þelamerkurskóli, í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við HA, hlaut nýverið veglegan styrk til að þróa áfram teymiskennslu við skólann. Styrkurinn er sá hæsti sem úthlutað var í ár og er skólinn afar þakklátur fyrir þennan góða styrk og fullur tilhlökkunar til að þróa áfram árangursríkt verkfæri í skólastarfi.
Í Þelamerkurskóla hefur verið unnið markvisst með faglega teymisvinnu undanfarin ár, þar sem megináherslan hefur verið á að skapa traust og virðingu sem grundvöll hreinskiptra samskipta auk vinnubragða sem leggja áherslu á virka þátttöku allra í teyminu. Þá hefur verið lögð rík áhersla á markvissa ígrundun og jafningjastuðning. Næsta skref er að færa samstarfið einnig inn í kennslustofuna í enn virkari teymiskennslu og stefnt er að því að teymiskennsla verði grunneining starfshátta við skólann.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |