Í dag var dregið í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og var Þelamerkurskóli einn þriggja skóla sem las hlutfallslega flestar bækur, en þeir útreikningar fóru fram fyrir hvert stig fyrir sig, yngsta-, mið- og unglingastig. Þelamerkurskóli mun því koma við sögu í síðustu bók Ævars um Bernskubrek Ævars vísindamanns. Frábær frammistaða hjá okkar krökkum! Það var unglingastigið okkar sem skákaði öðrum unglingastigum á landinu og las hlutfallslega mest. Árskógaskóli las hlutfallslega mest á miðstigi og Álftanesskóli á því yngsta. Við óskum þeim innilega til hamingju sem og öllum krökkum sem voru dregnir út. Samtals lásu íslensk börn og foreldrar þeirra yfir 90 þúsund bækur meðan á átakinu stóð, eða í janúar og febrúar 2019. Áfram lestur! Alltaf. Allsstaðar.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |