Þemavika - samstarf Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar 13.-16. nóv.

Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla ofangreindir skólar að vinna saman að því að kortleggja og læra um hernámsárin. Þemavinnan endar með stórkostlegri hátíðardagskrá í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember nk.
 
Foreldrar og forráðamenn sem og sveitungar allir eru velkomnir á lokahátíðina á föstudaginn. Dagskráin hefst í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla kl 13 og stendur til kl 15. Á kaffihúsi nemenda verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí meðan hlýtt er á tónlistaratriði frá nemendum.
 
Nemendur í 1. - 6. bekk munu vinna saman í hópum að þrenns konar viðfangsefnum og nemendur í 7.-10. bekk munu vinna saman í hópum að viðfangsefni sem þeir hafa valið sig inná. Allir nemendur munu undirbúa fjölbreytt tónlistaratriði, búa til alls kyns líkön, kynningarefni, tískusýningu og fróðleiksefni auk þess sem þeir munu setja upp bæði kaffihús og kvikmyndahús. Á kaffihúsi nemenda verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí og styrkja þannig ferðasjóð unglinganna.