Aylin, Elmar, Rafael, Rúrik, Tinna og Ylva 8. bekk skrifa:
18. febrúar kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Þelamerkurskóla og hitti nemendur í 5.-10. bekk í tveimur hópum, miðstigið og unglingastigið.
Á unglingastigi fjallaði Þorgrímur um hvernig litlir hlutir í daglegu lífi geta hjálpað manni að efla sjálfstraustið til dæmis að hrósa öðrum, taka eftir öðru fólki í kringum sig, passa upp á svefninn og tennurnar. Einnig að búa um rúmið sitt, hjálpa til heima, hafa passlegan skjátíma og hafa hreyfingu sem part af daglegu lífi.
Þorgrímur sagði okkur frá því hvernig hver og einn dagur skiptir miklu máli og það skiptir máli að leggja sig fram alla daga.
Þú getur ekki breytt því sem er liðið, hugsaðu bara sem mest um daginn í dag.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |