Þorpið - samþætt verkefni á unglingastigi. Myndband.

Um miðbik nóvember var kynning á afrakstri þemaverkefnis á unglingastigi.  Þemaverkefnið snerist um það að unglingarnir útbjuggu 2000 manna þorp frá grunni.  Þau þurftu að gera sér grein fyrir því hvaða þjónustu þau vildu hafa, hvernig húsnæði, hvaða atvinnu, hvernig sorp- og fráveitumálum væri háttað, það þurfti heitt og kalt vatn og þar fram eftir götunum.  Þau þurftu að staðsetja þorpið á eða við landið og hanna húsin, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Krakkarnir luku þemaverkefni um þorpin með glæsibrag og héldu kynningu þriðjudaginn 19. nóvember! Gaman var að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og ljúka þessu verkefni með okkur. Heilt á litið finnst okkur verkefnin hafa gengið vel, krakkarnir hafa lært helling af þessu (þó þeir átti sig kannski ekki á því til fullnustu).  Íslenskan kom inn sem framsögn og ritun á kynningu, stærðfræðin poppaði upp við að minnka hús og önnur mannvirki og hafa það allt í réttum hlutföllum, náttúrufræðin kom inn í umhverfismenntun. Upplýsingatækni birtist í bæklingum og þar voru enskan og danskan innvinkluð í verkefnið. Smíðar voru nýttar í gerð líkana og myndmennt í málun. Hönnun kom sterk inn þegar þorpið var ákveðið og síðast en ekki síst var samfélagsfræðin tekin fyrir í þorpinu sjálfu, samfélaginu, hvað það þurfti og hvað var hægt að samnýta. Samvinna var svo lykilþátturinn í allri vinnunni. 

 Hér má sjá myndband frá kynningu krakkanna.