Á Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í Valsárskóla í gær lásu nemendur frá Grenivíkurskóla, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla. Hver skóli átti tvo upplesara í keppninni. Fyrir hönd Þelamerkurskóla lásu Bjarney Vignisdóttir og Sóley Sandra Torfadóttir. Þær stóðu sig báðar afar vel og hreppti Bjarney þriðja sætið. Í fyrsta og öðru sæti voru nemendur úr Grenivíkurskóla.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |