Tónlistarval í heimsókn á Minjasafnið á Akureyri

Síðasta miðvikudag fórum við í tónlistarvali á Minjasafnið á Akureyri og sáum sýninguna Tónlistarbærinn Akureyri. Þar tók hann Haraldur Þór Egilsson á móti okkur og sýndi okkur safnið. Hann sýndi okkur t.d. fyrstu hljóðfærin sem voru keypt til Akureyrar, blásturshljóðfæri og orgel. Hann talaði líka um vinsælt tónlistarfólk eins og t.d. Jóhönnu óperusöngkonu, Helena Eyjólfs, 200.000 naglbíta og ungu strákana í hljómsveitinni Bravó sem hituðu upp fyrir Kinks á tónleikum í Reykjavík 1965.

Okkur fannst þetta bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Við fengum að læra um allskonar hljóðfæri og tæki til að spila tónlist sem við höfum enga hugmynd um að voru til. 


Linkur á myndir https://photos.app.goo.gl/Cz9M7VEpahp75PuC6