Umhverfisdagur skólans var haldinn í dag. Hefðbundin stundatafla var brotin upp og allt starfsfólk og nemendur gengu í hin ýmsu vorverk.
Nemendur unnu á fjórum stöðvum:
1) Í námunni var dreift úr heyrúllum í rofabörðin og gífurlegum fjölda birkiplantna var plantað.
2) Í matjurtagarðinum var stungið upp, sáðum fyrir gulrótum og rófum og settum niður kartöflur auk þess að sópa og þrífa í kringum svæðið.
3) Á sköpunarstöðinni var unnið með umhverfissáttmála skólans og stóri glugginn í fatahenginu skreyttur.
4) Á fjórðu stöðinni var farið í útileiki með umhverfisþema.
Dagurinn gekk ljómandi vel, við vorum nokkuð heppin með veður og skemmti fólk sér mjög vel.
Hér má sjá myndir frá deginum.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |