Föstudaginn 19. september taka nemendur og starfsmenn þátt í Unicef-hreyfingunni með því að tileinka Norræna skólahlaupið söfnun fyrir Unicef.
Eins og undanfarin ár fer hlaupið fram á Skottinu en í ár verður hægt að velja milli fjögurra vegalengda, 3 km., 5 km., 7 km. og 10. km.
Rútur ferja nemendur frá skólanum og að Tréstöðum. Fyrri rútan fer með þá sem ætla sér að fara 7 og 10 km og fer hún kl. 10:30. Um kl. 10:50 fer rútan næstu ferð og þá með hlauparana sem ætla að fara 3 og 5 km. Síðan fer hún að Hlíðarbæ og ekur á móti hlaupurunum og safnar saman þeim sem hafa lokið hlaupinu og ekur þeim til baka að skólanum og í sturtu.
Foreldrar fengu kynningarbréf um Unicef-hreyfinguna frá Gauta íþróttakennara í tölvupósti nú í vikunni.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |