Upplestur unglinganna í fyrirtækjum á Akureyri

Þriðjudaginn 17. desember fór meginþorri nemenda á unglingastigi í upplestrarferð inn á Akureyri. Þeim var skipt í fjóra hópa og fóru hóparnir í mismunandi fyrirtæki þar sem þeir lásu upp fyrir starfsmenn og viðskiptavini úr nýjum jólabókum. Nemendurnir fóru samtals í rúmlega 80 fyrirtæki og fengu frá þeim fínar umsagnir sem sjá má neðar.

Flestum fannst þetta skemmtilegt verkefni og þeir stóðu sig allir með sóma. Nemendur komu vel fram og lásu flestir hátt og skýrt. Sumir voru feimnari en aðrir en brutust út úr þægindarammanum og lásu samt fyrir þetta ókunnuga fólk. Allir enduðu svo á því að fá Subway eftir velheppnaðan túr um Akureyri.  

Dæmi um umsagnir frá fyrirtækjunum:

 • Hingað komu fjórir hressir krakkar og lásu fyrir okkur. Þau stóðu sig afskaplega vel. Kynningin var flott og lesturinn uppá 10.
 • Börnin komu og lásu fyrir okkur og stóðu sig mjög vel.  Þau eru velkomin aftur á næsta ári.
 • Þetta gekk mjög vel, krakkarnir voru til fyrirmyndar.
 • Nemendunum gekk afar vel og það var gaman að þessu.
 • Það komu til okkar krakkar frá Þelamörk og lásu upp úr bókum sínum. Þau stóðu sig
  mjög vel og lásu skýrt og greinilega fyrir okkur öll inná kaffistofu.

 • Til hamingju með þessa flottu nemendur ykkar. Greinilega bara snillingar í Hörgasveit.
 • Stúlkurnar sem lásu hér fyrir okkur stóðu sig stórkostlega, ein þeirra leiklas skýrt og vel og það var virkilega skemmtilegt að hlusta. Hinar stóðu sig líka mjög vel.  Bækurnar verða áhugaverðari fyrir vikið og ég hefði vel viljað heyra meira bara.
 • Við hérna hjá Einingu-Iðju höfum verið svo heppin að fá nemendur á hverju ári til að lesa úr jólabókunum. Þetta er alltaf jafn gaman og viljum við þakka ykkur fyrir. Þegar þau koma þá koma jólin. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni þegar þetta fólk tekur við keflinu.

 • Krakkarnir komu til okkar og lásu. Voru alveg til fyrirmyndar, kurteis og skemmtileg og góður lestur.
 • Þau komu hingað á skrifstofuna til okkar og lásu upp fyrir okkur og stóðu sig mjög vel, þau tvö sem lásu hér fyrir okkur voru lásu bæði vel og voru skýrmælt og þetta voru rosalega spennandi bækur sem þau voru að lesa.
 • Krakkarnir stóðu sig mjög vel, voru mjög ljúf og lesturinn gekk vel hjá þeim þau voru skýrmælt og vandvirk.
 • Þetta gekk mjög vel hjá þeim, þetta er frábært framtak og ótrúlegt hvað þau stóðu sig vel, þau munu búa að þessu í mörg ár.

Hér eru myndir frá viðburðinum.