Útiskóli 1. -4. bekkjar í sundlauginni

Í útiskóla hjá 1.-4. bekk sl. miðvikudag var farið í fallegu sundlaugina okkar hér í Þelamörk. Nemendum var skipt upp í þrjá hópa sem fóru á milli jafn margra stöðva. Í rennibrautarlauginni voru nemendur í floti undir handleiðslu Guðrúnar og Önnu Þóru, í busllauginni var yndislestur og spil undir handleiðslu Önnu Rósar og í sundlauginni var spilaður handbolti með Rögnu. Frábær tími þar sem nemendur stóðu sig mjög vel.  Myndir