Útivistardagur á morgun, miðvikudaginn

Útivistardagur er langur dagur og heimferð því kl. 16 þann dag. Flestir nemendur ættu að vera komnir nægilega snemma til að fara í sund eftir útivistina svo það er mikilvægt að muna eftir sundfötum. Minnum alla á að koma klædda eftir veðri og með rúmgóð nestisbox og góðan vatnsbrúsa.

1.- 4. bekkur - fjöruferð við Gása

Farið verður með 1. - 4. bekk í fjöruna við Gása. Með þeim fara Anna Rós, Jónína Sv., Anna Þóra og María Jensen kennaranemi.  Lagt er af stað með rútu frá skóla kl. 10.00. Nemendur verða síðan sóttir kl. 12.30 og koma þá í hádegismat hér í skólanum. Eftir hádegið fara þau í sund.

Nemendur á mið- og unglingastigi fara beint í morgunmat og smyrja með sér nesti. Brottför frá skóla kl. 9.15. Ef hóparnir koma nógu snemma heim að skóla geta þeir farið í sund. 

Hjólaferð

Akstur að Hlíðarbæ kl. 9.15 og lagt af stað í hjólreiðarferðina um leið og allir eru tilbúnir. Við munum hjóla Skottið, yfir gömlu Hörgárbrúna og upp að gömlu réttinni við Dagverðartungu. Ef nægur kraftur er eftir verður hugsanlega hjólað inn að Melum. Svo verður grillað.  Rútan sem sækir okkur verður með kerru fyrir hjólin. Það er skylda að vera með hjálm. Muna að vera klædd eftir veðri! 

Hraunsvatn

Hópnum verður ekið að Hrauni. Gengið þaðan upp að vatninu og niður að Hálsi tilbaka. Muna að vera vel búin, í góðum skóm og klædd eftir veðri.

Fjallganga upp á Þrastarhólshnúk

Hópnum verður ekið að Þrastarhóli og þaðan verður gengið upp á hnúkinn. Muna að vera vel búin, í góðum skóm og klædd eftir veðri.