Það er heldur vindasamt hjá okkur í dag og því viðrar illa til göngu- og hjólaferðar. En þar sem hlýtt er í veðri ákváðum við að halda okkur við útivistardaginn en fara í Kjarnaskóg í staðinn með Hraunsvatnshópinn, fjallgönguhópinn og hjólaferðahópinn. Þar verður í boði að leika sér, fara í göngu inn í Hvammsskóg og í Gamla. Við ætlum að eiga frábæran dag saman og verður heimferð kl. 16:00 líkt og áætlað var. Foreldrar auðvitað velkomin í Kjarnaskóg með okkur.
Kærar kveðjur frá starfsfólki Þelamerkurskóla.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |