Eins og fram kemur í Dagskrá Þelamerkurskóla verður útivistardagur haustannar miðvikudaginn 14. nóvember. Eins og venja er verður farið á skauta í Skautahöllinni. Nemendur koma á venjulegum tíma í skólann og byrja á því að fá morgunmat. Klukkan 9.00 verður síðan lagt af stað í Skautahöllina og skautað til kl. 11.45. Þá verður farið aftur að skóla. Eftir hádegi verður skjávarpabíó í skólanum. Heimferð er á venjulegum tíma. Skólinn ber allan kostnað af þessari ferð og borgar bæði aðgangseyri og fyrir skautaleigu. Allir eiga að vera með hjálma og eru þeir innifaldir í skautaleigunni. Munið að koma vel klædd og ekki gleyma góða skapinu heima.
Myndir frá deginum má sjá á myndasíðunni.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |