Áætlað er að vera með útivistardag vorannar miðvikudaginn 22. mars. Þessi dagur er skipulagður sem langur dagur. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og verða í hefðbundinni kennslu fram að hádegi. Lagt verður af stað upp í Hlíðarfjall kl. 11.30 og verða nemendur í fjallinu fram að heimferð sem er kl. 15.30. Hægt er að velja um að fara á skíði / bretti eða bara vera á tveimur jafnfljótum. Þeir nemendur sem ætla að vera eftir í fjallinu þurfa að koma með miða um það að heiman. Allar upplýsingar um skíðaleigu og kostnað hafa verið sendar heim í tölvupósti.
Ef veður verður leiðinlegt þennan dag og hætt verður við ferðina verður kennt samkvæmt stundatöflu og heimferð á venjulegum tíma.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |