Útivistardagur haustannar - Jólaskautaferð

Miðvikudaginn 14. desember verður útivistardagur í skólanum og farið verður með alla nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og fá þá morgunmat. Lagt verður af stað frá skólanum klukkan 9.00 og heimferð frá Skautahöllinni ekki seinna en kl. 11.45.

Nemendur borða hádegismat í skólanum. Eftir hádegismat eða kl.12.30 verður jólabíó í skólanum. Boðið verður uppá popp og drykk. Heimferð verður á venjulegum tíma kl.14.20.

Athugið: Nemendur þurfa ekki að borga sig inn á svellið eða fyrir skautaleigu. Það er kalt inni í Skautahöllinni og því er gott að muna eftir að vera í  hlýjum fötum.  Ætlast  er til að allir nemendur verði með hjálma og eru þeir innifaldir í skautaleigunni.