Í frímínútum sjá Vinaliðar um leiki fyrir skólafélaga sína. Þeir skipuleggja leikina, stilla upp fyrir þá, stjórna þeim og ganga frá eftir frímínútur. Fyrir þá vinnu hafa þeir fengið uppskeruhátíð eftir önnina. Á morgun fara vinaliðahópur og Hulda í skemmtiferð til Akureyrar. Hópurinn byrjar á því að snæða á Bryggjunni, síðan spreytir hann sig í klifurveggnum hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri og áður en haldið er aftur í skólann fá þau sér ís.
Hópurinn verður kominn í tæka tíð fyrir heimferð skólabílanna.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |