Vinaliðaverkefninu hleypt af stokkunum

Fyrstu Vinaliðar Þelamerkurskóla
Fyrstu Vinaliðar Þelamerkurskóla

Þegar starfsmenn skólans fóru í námsferð í Skagafjörð sl. vor fengu þeir kynningu á Vinaliðaverkefinu í Árskóla á Sauðarkróki. Strax var ljóst að það myndi henta vel í skólastarfi Þelamerkurskóla. En markmið þessa verkefnis er að: 

  • Stuðla að fjölbreyttum leikjum í frímínútum
  • Leggja grunn sem gerir nemendur kleift að tengjast sterkum vinaböndum
  • Minnka togstreitu milli nemenda
  • Hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt
Vinaliðar er valdir tvisvar á skólaári í leynilegu vali innan námshópanna. Valið fer þannig fram að leitað er eftir tilnefningum að Vinaliðum meðal nemenda. Lögð er áhersla á að að Vinaliðar sem valdir eru sýni samnemendum sínum bæði vináttu og virðingu. 
 
Vinaliðar fá kennslu og þjálfun á leikjanámskeiðum sem Vinaliðaverkefnið stendur fyrir. Á þessum námskeiðum er farið í ýmsa vinsæla leiki og vinaliðarnir fá ráð um hvernig þeir geta verið leiðtogar í leikjastarfinu. Einnig fá þeir fyrirlestra um hvernig þeir eta hvatt aðra nemendur til þátttöku, verið vinalegir og fullir virðingar. 
 
Vinaliðar Þelamerkurskóla verða nemendur úr 5., 6. og 7. bekk skólans. Hulda Arnsteinsdóttir umsjónarkennari 5.-6. bekkjar heldur utan um verkefnið og henni til aðstoðar verður Jónína Garðarsdóttir. 
 
Í morgun kom í ljós hverjir verða fyrstu Vinaliðar Þelamerkurskóla, en þeir eru: Elís Freyr, Anna Ágústa, Máni Freyr, Sunneva, Hildur Helga, Benedikt Sölvi, Eyrún Lilja og Kara Hildur. 
 
Á morgun, fimmtudaginn 19. septmeber, fara þessir nemendur ásamt Vinaliðum úr Giljaskóla á þriggja tíma námskeið í íþróttahúsinu hér á Þelamörk. 
 
Hægt er að skoða upplýsingar, myndbönd og fleira um verkefnið á norskri vefsíðu verkefnisins