Vistheimt - uppgræðsla í námunni norðan við skólann

Í dag var komið að mikilvægum áfanga í vistheimarverkefninu okkar en það hefur verið í undirbúningi  í um það bil þrjú ár. Rannveig Magnúsdóttir verkefnisstjóri vistheimtar hjá Landvernd kom til okkar og byrjaði á að fræða nemendur um lífbreytileika, hringrás næringarefna í vistkerfum og fleira. Síðan fóru nemendur í 5. - 8. bekk út í námu og settu niður tilraunareiti. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig gengur að endurheimta gróður á gróðursnauðu landi með því að setja mismunandi tegundir af lífrænum áburði í fyrirfram afmarkaða reiti, auk þess eru viðmiðunarreitir án áburðar í tilrauninni. 
 
Áburðartegundirnar eru: molta, kúamykja, sauðtað, hrossatað, hænsnaskítur og svínaskítur. 
 
Á þessum tengli má sjá myndir frá þessum skemmtilega áfanga https://photos.app.goo.gl/1FRTTwTHUSMPGAEWA
 
Einnig eru í albúminu myndir frá spírunartilraunum með birkifræ sem nemendur framkvæmdum í morgun.