Vordagar - myndir

Á vordögum var margt skemmtilegt í gangi í skólanum og nemendur ljómuðu upp til hópa í fjölbreyttum verkefnum og leik. Mikið var um útinám allan maímánuðu og síðustu dagana voru svo sérstakir dagar þar sem allir nemendur skólans sameinuðust í námi og leik. Í vorferðinni okkar fengum við dýrðlegt veður og nemendur nutu sín gríðarlega vel í sandkastalagerð í stórri fjöru, ljósmyndaratleik, safnaferð og sundi. Á Þelamerkurleikunum reyndu nemendur við ýmis verkefni, eins og að kasta stígvéli og bolta, stökkva langstökk, hlaupa tröppuhlaup eða bera brúsa í bændagöngu. Vorhátíðin okkar var svo lífleg og skemmtileg að vanda og lauk með skólaslitum, fyrst þeirra yngri og síðar um daginn þeirra eldri.  Hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm frá þessum dögum. 

Vorhátíð og skólaslit

Þelamerkurleikar

Vorferð

Útiskóli 7.-8. bekkur

Mynstur í umhverfinu