Vorferð

Undir lok skólaársins er venja að fara í vorferð með alla nemendur og allt starfsfólk. Í ár var farið í stutta en skemmtilega ferð þar sem við heimsóttum Braggaparkið á Akureyri auk þess sem við fengum að leika okkur á nýrri og stórglæsilegri skólalóð Oddeyrarskóla. Að þessum heimsóknum loknum var svo haldið í Kjarnaskóg þar sem auðvelt er fyrir öll að finna eitthvað við hæfi og þar léku nemendur sér í fjölbreyttum og skapandi leik á milli þess sem þau fengu sér grillaða hamborgara.
Skemmtilegur dagur í dýrðlegu veðri.

Myndir