Vorferð skólans til Dalvíkur - myndir

Þriðjudaginn 2. júní var farið með alla nemendur skólans í vorferð til Dalvíkur. Við skoðuðum Byggðasafnið Hvol á Dalvík sem er lítið en fjölbreytt og skemmtilegt safn. Þar er meðal annars hægt að fræðast um líf og starf Jóhanns Svarfdælings sem var stærsti Íslendingur sem sögur fara af. Við fæðingu vó Jóhann 18 merkur og var hann þriðja barn foreldra sinna af níu systkinum. Jóhann var 2,34 metrar á hæð þegar hann mældist hæstur og vó þá 163 kg.

Einnig fengu nemendur að prófa að fara í minigolf og klifra í klifurvegg. Í hádeginu var boðið upp á grillaða hamborgara sem runnu ljúft niður. Síðan brugðu nemendur sér í sund í Sundlaug Dalvíkur. Við fengum gott veður þennan dag og þegar veðrið er gott eru allir glaðir.

Hér eru myndir sem teknar voru þennan dag.