Vorferð - vordagar - skólaslit

Á morgun, miðvikudag, klára nemendur frágang í skólastofunum og ljúka hinum ýmsu skylduverkum í skólanum.

Á fimmtudaginn kemur förum við öll saman í vorferð, að undanskildum nemendum 9. og 10. bekkjar sem eru í sínu skólaferðalagi. Leiðin í ár liggur að Hólavatni þar sem við leikum okkur í skemmtilegu umhverfi og fáum grillaða hamborgara sem Óli og Helga töfra fram af sinni einskæru snilld. Á Hólavatni eru bátar sem hægt er að prófa. Allir sem vilja fara á bátana fá björgunarvesti og fullorðna fólkið er nemendum til halds og trausts. Mjög mikilvægt er að allir komi með auka handklæði og auka föt því líklegt er að einhver blotni! Nemendur fara í morgunmat í skólanum kl 8.30 og brottför frá skóla er strax að morgunmat loknum, eða um kl 8.50.

Eftir hamborgaraátið, eða rétt fyrir kl 12 verður ekið að sundlaug Akureyrar þar sem allir fara í sund og sleikja sólina úr heitu pottunum eða skemmta sér í rennibrautunum. MUNA EFTIR SUNDFÖTUM! Heimferð í skólann er ca 14.15. Þá fá allir óvæntan glaðning á skólalóðinni áður en haldið er heim á leið.

Á föstudaginn er hin græni blómadagur sem umhverfisnefnd skólans er í óða önn að skipulegga. Á þeim degi sækja nemendur hinar ýmsu stöðvar sem eru hver annarri meira spennandi.

Á mánudag eru hinir víðfrægu Þelamerkurleikar þar sem nemendur etja kappi í alls kyns frumlegum greinum.

Á þriðjudaginn er vorhátíð skólans og eru foreldrar velkomnir á hátíðina sem hefst kl. 9.20 í íþróttahúsinu og stendur til 12.30, en þá er heimferð þann daginn. 

Skólaslit 1.-6. bekkjar fara fram á sparkvellinum við skólann kl 11.30 á vorhátíðinni þriðjudaginn 1. júní. Foreldrar hjartanlega velkomnir.
Skólaslit 7.-10. bekkjar fara fram í Hlíðarbæ kl 16 þriðjudaginn 1. júní. Foreldrar hjartanlega velkomnir.