Vorhátíð í Þelamerkurskóla

Í tilefni af síðasta kennsludegi sem er miðvikudaginn 29. maí, ætlar starfsfólk skólans að vera með skipulagða dagskrá fyrir nemendur.

Dagskrá dagsins verður eftirfarandi:

8:20-8:40             Morgunmatur

8:40-9:00            Hitta umsjónakennara í heimastofu.

9:00-10:00          Sirkus í íþróttahúsi.

10:00-11:30          Sund. Frjáls leikur á skólalóð (sápukúlur, stultur, boltaleikir, andlitsmáling)  

11:00-13:00          Grillaðar pylsur, leikir á skólalóð og lifandi tónlist.

13:00                     Heimferð

Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til þess að koma ef þeir hafa tök á því.

Ef þið ætlið fara í sund munið þá eftir að koma með sundföt.

Þelamerkurskóla verður slitið sama dag í Hlíðarbæ og hefjast skólaslitin kl. 16:00. Nemendum verður þá afhentur vitnisburður vetrarins. Þeir nemendur sem eiga eftir að skila námsbókum og bókasafnsbókum eru beðnir um að koma með þær í skólann fyrir skólalok.

Það er ekki skólaakstur á skólaslitin.