Yngsta stig í alþjóðlegu verkefni um lífbreytileika og vistkerfi

Kennarar og nemendur á yngsta stigi skólans hafa verið að vinna að alþjóðlegu Erasmus verkefni í samstarfi við Landvernd um lífbreytileika og vistkerfi. Sl. haust fóru þær stöllur Anna Rós og Jónína til Slóveníu ásamt fulltrúa Landverndar og fjórum öðrum kennurum frá Íslandi. Ferðin var mjög fræðandi og var meginverkefnið að vinna saman að bók sem telur fjöldann allan af náttúrufræðiverkefnum fyrir ung börn. Bókin verður rafræn og endurgjaldslaus og á ótal tungumálum þannig að sem flestir ættu að geta notið hennar,  hvar sem er í heiminum. Verkefnin í bókinni voru rýnd þannig að þau ættu að vera framkvæmanleg á sem flestum stöðum. 

Hér er tengill á heimasíðu verkefnisins.

Einnig fylgir hér tengill á handbókina (ensku útgáfuna) og er verkefni Þelamerkurskóla á bls. 86  Þar er jafnframt Qr kóði með lifandi myndaskjali þar sem bætast munu við myndir í náinni framtíð, því til stendur að halda verkefninu áfram í skólanum og fá alla í skólanum til liðs við yngsta stigið til að gera matjurtagarð sem tengist mötuneyti skólans.

Myndaalbúm frá Slóveníuferðinni er að finna á þessum tengli og kennararnir héldu svo einnig ördagbók með myndum á Instagram reikningi sem velkomið er að fá aðgang að (hobs_adventure2019).  Í Slóveníu var farið í  margar skólaheimsóknir bæði í leik- og grunnskóla. Kennarar fengu meðal annars að sjá afrakstur þróunarstarfs sem felur í sér að koma börnum sígaunafjölskyldna í skóla. Ferðin og verkefnið allt hefur verið mjög lærdómsríkt og kennarar eru spenntir fyrir því að halda verkefninu áfram hér í Þelamerkurskóla.