Mötuneytið

 

Matseðill mánaðarins

Morgunmatur

 

Við Þelamerkurskóla er starfrækt mötuneyti. Þar fá nemendur morgunverð eftir að fyrstu kennslustund lýkur, ávaxtahressingu kl. 10:45 og hádegisverð kl. 12:35. Mikil áhersla lögð á að nemendur fái hollan mat í skólanum. Ævinlega er boðið uppá grænmeti með hádegisverðinum. Til viðbótar er ávöxtur í eftirrétt.   

Matseðill mánaðarins fer heim með nemendum um hver mánaðamót. Hann er settur saman af matráði skólans.

Fæðiskostnaður er 650 kr. fyrir hvern dag.  Innheimt er um hver mánaðarmót fyrir liðinn mánuð. Hægt er að semja við fjárhaldara um annað fyrirkomulag á greiðslum. Einungis er greitt fyrir þann dagafjölda sem börnin eru í skólanum og er þá stuðst við bekkjarskrár. Endanlegt uppgjör mötuneytisgjalda er sent til foreldra eftir skólalok á vorin.

Matráður er Óli Rúnar Ólafsson og aðstoðarmatráður er Helga Steingrímsdóttir.